Heilsugæsla í Háteigsskóla
Heilsuvernd skólabarna er hluti af heilsugæslunni og framhald af ung- og smábarnavernd. Markmiðið er að efla heilbrigði nemenda og stuðla að vellíðan þeirra. Starfsfólk heilsuverndar skólabarna vinnur í náinni samvinnu við foreldra, skólastjórnendur, kennara og aðra sem koma að málefnum nemenda með velferð þeirra að leiðarljósi. Farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál. Þjónusta heilsuverndar skólabarna er skráð í rafræna sjúkraskrá heilsugæslunnar.
Fræðsla og forvarnir
Skólaheilsugæsla sinnir skipulagðri heilbrigðisfræðslu og hvetur til heilbrigðra lífshátta. Öll tækifæri sem gefast eru nýtt til að fræða nemendur og vekja þau til umhugsunar og ábyrgðar á eigin heilbrigði. Foreldrar geta leitað eftir ráðgjöf skólaheilsugæslunnar varðandi andlegt, líkamlegt og félagslegt heilbrigði barna sinna.
Hafa samband
Tveir hjúkrunarfræðingar, Aníta og Sigga Beta sinna Háteigsskóla í vetur og skiptum með sér viðveru sem hér segir:
Mánudaga 8.30- 15
Miðvikudaga 8.30-12 (annan hvern)
Fimmtudaga 8.30-11.30
Föstudaga 9-11.30
Starfsemi heilsuverndar skólabarna er framkvæmd eftir þeim lögum og reglum sem um hana gilda. Á heilsuvefnum Heilsuvera.is er yfirlit yfir áherslur í starfseminni en helstu áherslur í heilsuvernd skólabarna eru forvarnir, fræðsla, skimanir og bólusetningar.
Utan þess tíma er hægt að senda tölvupóst á hateigsskoli@heilsugaeslan.is
Heilsugæsla Hlíðasvæðis sími: 5135900