Hagnýtar upplýsingar

Opnunartími skólans

Skólinn er opinn frá kl. 08:00 - 16:00 mánudaga til fimmtudaga. Á föstudögum er opið frá kl. 08:00 - 15:00. 

 

Skrifstofa

Skrifstofustjóri er Védís Guðjónsdóttir

Skrifstofa skólans er opin frá kl. 08:00 - 15:00 alla virka daga. 

 

Nesti

Nemendur mæta með hollt nesti í skólann. Nesti er alla jafna snætt í kringum frímínútur. Ætlast er til þess að nemendur mæti með hollt nesti til að mynda ávexti og grænmeti. 

Athugið að Háteigsskóli er hnetulaus skóli

 

Íþróttir og sund 

Allir nemendur eru í íþróttum í íþróttasal skólans. Nemendur mæta með íþróttaföt samkvæmt fyrirmælum íþróttakennara. 

Sundkennsla fer fram í Laugardalslaug. Nemendur fara með rútu frá skólanum í Laugardalslaug þegar þeirra árgangur er í sundi. Mæta þarf með sundföt, handklæði og sundgleraugu. 

 

Símanotkun

Við slökkvum á farsíma á skólatíma og geymum hann ofan í tösku ef hann er meðferðis.

 

Forfallatilkynningar

Tilkynna þarf forföll vegna veikinda daglega til skrifstofu skólans eða í gegnum Mentor

Sækja þarf sérstaklega um leyfi sem eru lengri en 2 dagar í gegnum Mentor