Spin í 6.bekk

Tungumálavinir á Norðurlöndum - listin að skilja hvert annað
Nemendurnir okkar í 6. bekk taka þátt í Nordplus-verkefni með krökkum frá Þórshöfn í Færeyjum og Árósum í Danmörku.
Verkefnið heitir SPIN sem er skammstöfun fyrir Sprogvenner i Norden - kunsten at forstå hinanden eða Tungumálavinir á Norðurlöndum – listin að skilja hvert annað.
Hvað fær þig til skína - hvað fær hópinn til að skína?
Menning getur verið ýmislegt og í verkefninu er áhersla á allskonar menningu eins og vinamenningu, heimamenningu, íþróttamenningu, tónlistarmenningu, bekkjarmenningu og almennt það sem tengir okkur á einn eða annan hátt - og/eða gerir okkur einstök. Það getur líka varðað tungumálum og land og þjóð - börnin velja sjálf hverju þau vilja dýpka sérstaklega í og miðla til annarra