Skólareglur Háteigsskóla

Skólareglur Háteigsskóla

Leiðarljós nemenda og starfsfólks Háteigsskóla:

Ég mæti í skólann til að læra og þroskast í samvinnu við starfsfólk og skólafélaga. 

Háteigsskóli hefur fengið nýjar skólareglur!

Skólastjórnendur í samvinnu við Réttindaráð skólans settu í gang verkefnið við að vinna að nýjum skólareglum fyrir Háteigsskóla í vor. 

Með einkunnarorð skólans - virðing - samvinna - vellíðan - að leiðarljósi undirbjó Réttindaráðið kennslustund fyrir bekkinn sinn þar sem rætt var um gildi skólans og hvernig reglur nemendur gætu hugsað sér sem skólareglur. 

„Við töluðum við bekkina okkar um reglur. Við spáðum í því hvernig væri hægt að bæta skólann, það gekk vel.“

Flestum í réttindaráðinu fannst ganga mjög vel að vinna með bekkjarfélögum sínum að skólareglum. Núna í haust eru svo reglurnar komnar í ramma og prýða veggi í öllum kennslustofum og á göngum skólans.

„Við ræddum um hvað reglur eru og afhverju þær eru mikilvægar.“

Réttindaráðið og starfsfólk Háteigsskóla er afar stolt af afrakstrinum og þakkar öllum sem lögðu hönd á þetta mikilvæga verkefni.