Háteigsskóli verður Réttindaskóli UNICEF
Háteigsskóli hlaut viðurkenningu sem Réttindaskóli Unicef á alþjóðadegi barna 20. nóvember síðastliðin þegar við fengum viðurkenninguna að vera orðin Réttingaskóli formlega afhenta. Réttindaskólaverkefnið er unnið í samvinnu við UNICEF á Íslandi sem einnig veitir viðurkenninguna.
Við hér í skólanum höfum unnið hörðum höndum ásamt Frístund og 105 að því að fá viðurkenninguna og við þökkum sérstaklega Réttindaráðinu okkar sem tóku við viðurkenningunni,fyrir alla vinnuna.
Við fögnuðum þessum áfanga saman með úti á skólalóð með ræðu, dansi og köku. Það var mikil stemning og fjör í hópnum sem lét ekki frostið á sig fá!
Við erum afskaplega stolt af þessum áfanga
Markmið Réttindaskóla er að byggja upp lýðræðislegt umhverfi með því að rækta með markvissum hætti þekkingu, leikni og viðhorf sem hjálpar börnum að verða gagnrýnir, virkir og hæfir þátttakendur í nútímasamfélagi.
Barnasáttmálinn verður sem rauður þráður í skólastarfinu og fléttast inn í nám og störf nemenda.